Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
fimmtudaginn 26. september 2019 kl. 20:30

Suðurnesjamagasín: Frístundabændur, hraustir slökkviliðsmenn og heilsurækt eldra fólks

Suðurnesjamagasín í þessari viku er líflegur þáttur og þar mikil hreyfing. Þátturinn er á dagskrá Hringbrautar og vf.is kl. 20:30 í kvöld, fimmtudagskvöld.

Tveir slökkviliðsmenn í fullum skrúða og með reykköfunartæki tóku áskorun og gengu stóran hring um Keflavík. Við fylgdum þeim eftir.

Við förum einnig í réttir í Grindavík og heyrum í frístudabændum sem eru í rollubúskap. Það viðraði alls ekki vel á smalana um síðustu helgi en það var fallegt fé sem kom af fjalli.

Þá skoðum við heilsurækt heldri borgara í Reykjanesbæ og tölum við Dr. Janus Guðlaugsson sem hefur náð góðum árangri í bættri heilsu eldri borgara hér suður með sjó.