Ritstjórn
Ritstjórn skrifar
föstudaginn 19. maí 2023 kl. 15:00

Suðurnesjamagasín: Eldhressi öldungurinn Gunnar Jónsson

Gunnar Jónsson varð 100 ára 7. maí. Hann er þar með sjötti núlifandi Suðurnesjamaðurinn sem er 100 ára eða eldri. Gunnar bauð til afmælisveislu á Nesvöllum, þar sem hann fagnaði með dætrum sínum og öðrum afkomendum og ættingjum. Það var sannarlega gleði í afmælisveislunni og þar var stiginn dans en Gunnar er mikill áhugamaður um dans. Hann dansaði við dætur sínar hverja og eina, auk þess að taka línudans með þeim. Og það var dansað við lifandi tónlist en tónlistarmaðurinn Pálmi Gunnarsson, sem er í miklu uppáhaldi hjá afmælisbarninu, kom og lék nokkur af sínum þekktustu lögum og auðvitað dansaði Gunnar við tónlistina. Í spilaranum hér að ofan er innslag úr Suðurnesjamagasíni vikunnar um afmælisbarnið Gunnar Jónsson.

Hér er umfjöllun um afmælið úr Víkurfréttum