Ritstjórn
Ritstjórn skrifar
fimmtudaginn 10. desember 2020 kl. 20:30

Suðurnesjamagasín á jólalegum nótum

Suðurnesjamagasín vikunnar er á jólalegum nótum. Við skoðum nýjan Aðventugarð í Reykjanesbæ sem var opnaður um síðustu helgi. Þar er andi jóla yfir öllu og mikil stemmning skapaðist á opnunardaginn þegar jólasnjórinn féll. Við vorum þar og fönguðum stemmninguna á myndir sem við sýnum í þættinum.

Við ræðum einnig við þær Guðlaugu Sigurðardóttur og Þórunni Þórisdóttur í þættinum. Guðlaug eða Gullý eins og hún er alltaf kölluð safnaði 600.000 krónum fyrir Velferðarsjóð Suðurnesja með því að ganga 280 km. í nýliðnum nóvembermánuði. Þórunn starfar fyrir Velferðarsjóðinn og segir okkur frá starfsemi hans.

Við kíkjum einnig á Menningarkonfekt í Reykjanesbæ þar sem Jón Kalman Stefánsson les úr nýjustu bók sinni. Þátturinn endar svo á jólalagi í flutningi Grindavíkurdætra.

Suðurnesjamagasín er á dagskrá Hringbrautar og vf.is á fimmtudagskvöldum kl. 20:30.