Föstudagur 2. febrúar 2024 kl. 17:23

Suðurnesjamagasín á ferð og flugi

Suðurnesjamagasín Víkurfrétta er aftur komið á dagskrá á vefnum vf.is. Hér er fyrsti þáttur ársins 2024.

Í þætti vikunnar förum við á Þekkingarsetur Suðurnesja í Sandgerði og kynnum okkur verkefnið Fróðleiks Fúsa.

Við förum á málþing í Háaleitisskóla á Ásbrú í Reykjanesbæ þar sem fjallað var um stöðu barna og ungmenna í Reykjanesbæ.

Í lok þáttar er rætt við íþróttafólk Reykjanesbæjar 2023 en íþróttafólkið í Reykjanesbæ kom saman á uppskeruhátíð í Stapa í Hljómahöll.