Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
fimmtudaginn 7. nóvember 2019 kl. 20:30

Suðurnesjamagasín 7. nóv.: Fiðlarinn á þakinu, leikskólinn Skógarás og Jamestown-tónar

Í þætti vikunnar af Suðurnesjamagasíni í upphafi nóvember mánaðar heimsækjum við leikskólann Skógarás sem hefur verið í skemmtilegum verkefnum með börnunum á skólanum og fengið viðurkenningu fyrir. Úr leikskólanum förum við í Stapann og fylgjumst með æfingu fyrir Fiðlarann á þakinu, einum vinsælasta söngleik sögunnar sem verið að setja upp og verður frumsýndur 15. nóv. Þá sýnum við stutt brot úr næsta þætti Suður með sjó en þar er rætt við Garðmanninn Sigurð Ingvarsson.

Í lok þáttar er stutt tónbrot frá tónleikunum Ómur frá Jamestown í Bergi í Hljómahöll.