Föstudagur 25. janúar 2019 kl. 09:02

Suðurnesjamaður ársins í Suðurnesjamagasíni

Suðurnesjamagasín í þessari viku er helgað einu málefni, manni ársins 2018 á Suðurnesjum. Hann vakti athygli á landsvísu undir lok síðasta árs fyrir framgöngu sína við björgunarstörf í Helguvík þar sem hann tók þátt í björgun fimmtán sjómanna.
 
Guðmundur Ragnar Magnússon, stýrimaður og sigmaður hjá Landhelgisgæslunni er Suðurnesjamaður ársins 2018. Hann er fæddur og uppalinn í Garði en býr með fjölskyldu sinni í Keflavík.
 
Útsendarar Víkurfrétta tóku hús á Guðmundi og samstarfsfólki hans og fóru með á björgunaræfingu á Stakksfirði um síðustu helgi.
 
Þátt vikunnar um Suðurnesjamann ársins 2018 má sjá í spilaranum hér að ofan.