Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
mánudaginn 20. mars 2023 kl. 13:37

Styrktartónleikar Vox Felix á miðvikudagskvöld

Styrktartónleikar Vox Felix verða haldnir miðvikudaginn 22. mars kl. 20:00 í Keflavíkurkirkju. Allur ágóði rennur til Krabbameinsfélags Suðurnesja.

Það er ennþá til nóg af miðum svo endilega heyrið í kórfélögum í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Vox Felix ( https://www.facebook.com/Voxfelixkef ) eða bjallið í kórmeðlimi til að kaupa miða og láta gott af ykkur leiða.

Einnig verður selt inn við hurð, enginn posi. Miðaverð er 1000 kr.

Ef þið viljið styrkja gott málefni þá tökum við einnig við frjálsum framlögum
Kt. 630216-1920
Reikningsnr. 0142-15-382900