Miðvikudagur 3. maí 2023 kl. 08:02

Söngelsk systkini í Vísi

Það styttist í Sjómannahelgina en hún er hvergi haldin eins veglega og í sjávarútvegsbænum Grindavík. Þar í bæ eru söngelsk systkini, oft kennd við sjávarútvegsfyrirtækið Vísi. Þau hafa í nokkur ár, troðið upp um Sjómannahelgina með sjómannalögum og lögum eftir móður sína, Margréti Sighvatsdóttur. Þau gáfu út plötu með lögum móður sinnar og bættu svo um betur og gáfu út plötu sem þau kölluðu Uppáhaldslög pabba en faðir þeirra var Páll H. Pálsson, útgerðarmaður.

Suðurnesjamagasín kíkti á tónleika systkinanna í fyrra á veitingastaðnum Bryggjunni. Innslag um söngelsku systkinin úr Grindavík var í þættinum í síðustu viku. Það má nálgast í spilaranum hér að ofan.