Fimmtudagur 4. nóvember 2021 kl. 19:30

Sóley Björg í Suðurnesjamagasíni: „Þorði ekki að sjá mig í spegli“

Sóley Björg Ingibergsdóttir er ung Suðurnesjakona sem hefur gengið í gegnum erfiða lífsreynslu en aðeins 26 ára gömul greindist hún með krabbamein í brjósti og eitlum. Sóley er BRCA2 arfberi. Í krabbameinsmeðferðinni gekkst hún undir brjóstnám á báðum brjóstum, erfiða lyfjameðferð og geislameðferð. Sóley sagði sögu sína í Suðurnesjamagasíni í síðustu viku. Það var þó aðeins fyrri hluti sögunnar.

Í þætti vikunnar, sem sýndur er á fimmtudagskvöld kl. 19:30 á Hringbraut og vf.is, verður haldið áfram þar sem frá var horfið.