Fimmtudagur 4. mars 2021 kl. 20:27

Skjálftalaust Suðurnesjamagasín frá Víkurfréttum

Skjálftar og eldgosahætta koma ekki við sögu í Suðurnesjamagasíni Víkurfrétta í þessari viku. Sjónvarpsfólk Víkurfrétta ætlar þess í stað að bjóða upp á fjölbreyttan og áhugaverðan þátt í þessari viku.

Ungir leikarar úr Keflavík fara með hlutverk í Kardemommubænum. Við ræðum við þau Jórunni og Aron Gauta um hlutverkin í þessu skemmtilega fjölskylduleikriti. Þá stendur yfir sýning í Bókasafni Reykjanesbæjar sem tengist Kardemommubænum.

Í þættinum kynnum við okkur einnig heilsueflingu sem verður nú tekin á næsta stig. Eldri borgarar hafa verið í verkefninu hjá Janusi en nú bætist í hópinn því HSS hefur samið um þátttöku fólks sem glímir við yfirþyngd.

Freyr Sverrisson sýnir okkur magnað töfrabragð í þættinum og Jón Steinar Sæmundsson fer með áhorfendur á flug á Reykjanesi.