Miðvikudagur 13. júní 2018 kl. 15:58

Skiptir máli fyrir Beina leið að vera áfram í meirihluta

„Ég er mjög kátur með það að Bein leið er áfram í meirihluta Reykjanesbæjar. Það skiptir  máli fyrir framboðið og ljóst að okkar stefnuskrá og margar af áherslum okkar koma fram í nýjum málefnasamningi,“ segir Guðbrandur Einarsson, oddviti Beinnar leiðar í Reykjanesbæ eftir kynningu á nýjum meirihluta í bæjarfélaginu.
Víkurfréttir ræddu við Guðbrand og Kolbrúnu Jónu Pétursdóttur, varabæjarfulltrúa framboðsins um nýja málefnasamninginn og meirihlutann.