Sunnudagur 7. mars 2021 kl. 07:51

Skarfar sækja í Karlinn á Reykjanesi

Náttúran á Reykjanesi er mögnuð og vinsælt myndefni. Okkar maður í Grindavík, Jón Steinar Sæmundsson skellti drónanum á loft og sendi hann út í Karlin, skammt frá Reykjanesvita.

Karlinn (Karl) er um 50-60 metra hár klettur eða forn gígtappi sem stendur tignarlegur í hafinu úti fyrir Valahnúk rétt hjá Reykjanesvita - þar sem sjávaraldan hefur rofið klettinn um áranna rás. Karlinn er vinsæll meðal ferðamanna og ljósmyndara enda er hann mikilfenglegur og sérstaklega þegar aldan skellur á með miklum ofsa. Karlinn virðist líka vera vinsæll hjá ýmsum fuglum. Á þessum mögnuðu myndum Jóns Steinars Sæmundssonar, okkar manns í Grindavík - sjáum við mikinn fjölda skarfa á klettinum. Umhverfið á REykjanesinu er svakalegt eins og sjá má á þessum myndum - sannkallað sjónarspil - og margir segja falinn perla þegar kemur að ferðamannastöðum á Íslandi. Þannig að þó eldgos og jarðhræingar hafi verið í sviðsljósinu síðustu daga þá er náttúran glæsileg og stendur alltaf fyrir sínu