Fimmtudagur 8. febrúar 2024 kl. 14:18

Sjónvarp: Sjáið hraunið fossa yfir Grindavíkurveginn

Hraun tók að renna yfir Grindavíkurveg við gatnamót Norðurljósavegar á ellefta tímanum í morgun. Talsverður hraði var á hrauninu sem rann um einn kílómetra á klukkustund. Má því segja að hraunstraumurinn hafi fossað yfir Grindavíkurveginn.

Meðfylgjandi myndskeið tók myndatökumaður Víkurfrétta, Hilmar Bragi, af atburðinum þegar hraunið var komið yfir veginn og rann áleiðis að heitavatnslögninni sem skömmu síðar fór undir hraun og eyðilagðist.

Myndskeiðið verður aðgenglegt í 4K myndgæðum innan skamms.