Mánudagur 25. mars 2024 kl. 15:59

Sjónvarp: Rokkað feitt á árshátíð Sandgerðisskóla

Nærri eitthundrað nemendur og kennarar tóku þátt í uppsetningu leiksýningarinnar Rokkskólans í Sandgerðisskóla. Leikstjórarnir Íris Valsdóttir og Hlynur Þór Valsson, voru afar ánægð með afraksturinn en frumsýning var á sal skólans á dögunum. Í spilaranum hér að ofan má sjá myndskeið með viðtölum og stuttum brotum úr uppsetningunni á Rokkskólanum.