Laugardagur 7. mars 2020 kl. 08:28

Sjónvarp: Loftrýmisgæslan á Keflavíkurflugvelli

Í upphafi vikunnar sýndu Norðmenn okkur dýrustu orustuþotu heims en þeir eru á landinu þessa dagana og sinna loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins. Fjórar vélar eru í Keflavík en hver vél kostar um 12 til 15 milljarða króna.

Það er óhætt að segja að það sé komið líf - á ný í gömlu herstöðina á Keflavíkurflugvelli en Bandaríkjaher flutti frá landinu með manni og mús árið 2006 eftir rúmlega fimmtíu ára veru.

Nató-þjóðir skiptast á að sinna loftrýmisgæslu reglulega með tilheyrandi umsvifum á Vellinum og Suðurnesjum en talsverður fjöldi tekur þátt í þessum æfingum.

Við hittum Jón B. Guðnason, framkvæmdastjóra Landhelgisgæslunnar á Keflavíkurflugvelli en gæslan er tengiliður Íslands við Nató-þjóðirnar sem hingað koma og heldur utan um þessi verkefni.