Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
laugardaginn 31. ágúst 2019 kl. 11:36

Sjónvarp: Húsin hans Sigga í Báru

Sandgerðingurinn Sigurður Guðjónsson eða „Siggi í Báru“ er byggingameistari og þrátt fyrir að hann hafi orðið áttræður nú í ágúst þá er hann alls ekki hættur að byggja hús. Þau eru bara aðeins minni nú en áður. Siggi vinnur að endurgerð eldri húsa í Sandgerði. Hann ver öllum stundum í að smíða líkön af húsum sem byggð voru í Sandgerði fyrir árið 1940. Flest eiga húsin það sameiginlegt að hafa verið rifin eða tekið miklum breytingum. Í þættinum er rætt við Sigga og sýndar myndir af smíðagripunum hans.