Laugardagur 17. febrúar 2024 kl. 08:31

Sjónvarp: Grindvíkingar flytja frá heimabænum

Náttúruhamfarirnar í Grindavík hafa ekki farið fram hjá nokkrum manni síðan þær hófust 10. nóvember. Fyrst gaus 18. desember og fljótlega eftir það fluttu fyrstu Grindvíkingarnir aftur heim til sín. Þegar gaus aftur 14. janúar og hraunið náði inn í bæinn og til þriggja húsa, var ljóst að Grindvíkingar myndu ekki búa í Grindavík á næstunni. Grindvíkingum var boðið að koma inn í bæinn 29. janúar, rúmum tveimur vikum eftir eldgosið. Þau Elva Björk Guðmundsdóttir og Magnús Guðmundsson í Grindinni, voru bæði að pakka búslóðum þegar okkur bar að garði.

Við ræðum við Elvu og Magnús í þættinum sem er í spilaranum hér að ofan.