Laugardagur 17. febrúar 2024 kl. 08:23

Sjónvarp: Eyrún Ösp þurfti að kljást við krabba

Eyrún Ösp Ottósdóttir úr Grindavík fékk erfitt verkefni í hendurnar á síðasta ári, stuttu eftir að hún eignaðist þriðja barn þeirra hjóna en hún er gift Óskari Péturssyni. Þessi þriðja fæðing gekk illa og upp vöknuðu grunsemdir og Eyrún fékk verstu hugsanlegu fréttir, hún var komin með krabbamein í legháls og var meinið komið á þriðja stig en alls eru stigin fjögur. Eyrún setti undir sig hausinn, fór í gegnum meðferðina og fékk svo út úr skoðun 7. desember, meðferðin hafði skilað tilætluðum árangri og eins og sakir standa er Eyrún laus við meinið.

Sjáðu viðtalið í spilaranum hér að ofan.

Hér má einnig lesa viðtalið.