Laugardagur 31. desember 2022 kl. 12:00

Sjáumst — síðsumartónleikar Más Gunnarssonar

Már Gunnarsson, tónlistarmaður og sundkappi, hefur ákveðið að leggja sundferilinn á hilluna og einbeita sér nú að tónlistinni. Í haust hóf hann krefjandi nám í tónlistar-háskóla í Bretlandi og fer þangað einn síns liðs ásamt leiðsöguhundinum Max. Fyrir brottför sendi hann frá sér nýja tónlist og fór í stutta tónleikaferð um landið þar sem hann kveður landa sína í bili. Upptakan er frá tónleikum í Hljómahöll á Ljósanótt.