Föstudagur 31. ágúst 2018 kl. 16:01

Sigga Dögg og kynVera í Fischershúsi

- Hressilegt viðtal úr Suðurnesjamagasíni Víkurfrétta

Á Ljósanótt er hægt að stíga inn í hugarheim höfundar kynVeru í eldhúsi Fischershúss við Hafnargötu 2. Sigga Dögg kynfræðingur er þar með skemmtilega sýningu sem tengist hennar fyrstu skáldsögu. KynVera er fyrsta skáldsaga Siggu Daggar kynfræðings sem byggir á hennar eigin upplifunum við að stíga sín fyrstu skref sem kynvera (einmitt í Keflavík!) í bland við spurningar og sögur frá unglingum í kynfræðslu víðsvegar um landið.
 
Sjónvarpsmenn Víkurfrétta kíktu við hjá Siggu Dögg og ræddu við hana um bókina og ýmislegt annað sem kemur að störfum Siggu Daggar. Viðtalið er í spilaranum hér að ofan.