Fimmtudagur 23. júní 2022 kl. 19:30

Rampar, þjóðhátíðardagur og sýnishorn af Suður með sjó

Í Suðurnesjamagasíni vikunnar veitum við áhorfendum innsýn í sumardagskrá okkar hjá Víkurfréttum. Í júlí og ágúst fara í loftið fjórir þættir af Suður með sjó. Þættirnir eru hluti af þriðju seríu þessara þátta. Við sýnum brot úr viðtölum við viðmælendur okkar sem eru Sigrún Sævarsdóttir-Griffiths, Logi Gunnarsson, Halla Benediktsdóttir, Hrannar Hólm, Grétar Magnússon og Helgi Rafnsson.

Í þættinum er einnig innslag frá þjóðhátíðardeginum í Reykjanesbæ, greint frá átakinu Römpum upp Ísland en Reykjanesbær kemur sterkur þar inn. Þá er sagt frá Öllavelli sem var vígður við 88 húsið á þjóðhátíðarðdaginn.

Suðurnesjamagasín er á dagskrá Hringbrautar og vf.is á fimmtudagskvöldum kl. 19:30. Suður með sjó verður einnig á þeim sýningartíma seinnipart júlí og í byrjun ágúst.