Mánudagur 4. október 2021 kl. 09:38

Orgóber í Keflavíkurkirkju

Keflavíkurkirkja efnir til tónleikaraðar alla sunnudaga í október undir heitingu „Orgober“. Nýtt orgel var vígt formlega í hátíðarguðs­þjónustu af prestum kirkjunnar og prófasti Kjalarnessprófastdæmis í gær. 

Næstu sunnudaga á eftir verða tónleikar kl. 17 þar sem organistar Hallgrímskirkju, Dómkirkjunnar og Neskirkju munu leika valin orgelverk. Loks munu Nistarnir en í þeim eru fjórir organistar, leika á léttri tónlistarstund síðasta sunnudaginn í október kl. 20.

Í spilaranum er viðtal við Arnór Vilbergsson organista Keflavíkurkirkju þar sem hann segir okkur frá viðburðum í orgóber.