Fimmtudagur 18. maí 2023 kl. 17:26

Öldungurinn Gunnar, djákninn af Ströndinni og krefjandi brunaútköll

Suðurnesjamagasín er aðgengilegt á vef Víkurfrétta. Það er áhugaverður þáttur á dagskrá í þessari viku

Guðmundur Brynjólfsson djákni predikaði yfir sveitungum sínum úr Vogum og af Vatnsleysuströnd á kirkjudegi Kálfatjarnarkirkju. Kirkjan á Ströndinni er 130 ára og afmælinu var fagnað með kirkjudegi og afmæliskaffi. Við vorum þar.

Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja er 110 ára um þessar mundir og það hafa verið annasamir dagar hjá slökkviliðsmönnum og konum síðustu vikur. Við tókum hús á slökkvistjóranum sem sagði okkur frá krefjandi útköllum og gömlum stórbruna í Keflavík fyrir 40 árum.

Þá kíkjum við í 100 ára afmæli hjá eldhressum Gunnar Jónssyni á Nesvöllum í Reykjanesbæ.