Mánudagur 24. júní 2024 kl. 10:43

Öfluðu fjár fyrir heimstmeistaramót með dansi

Team Danskompaní stóð fyrir stryktarsýningu þann 19. júní í Andrews á Ásbrú. Sýning var liður í fjáröflun fyrir heimsmeistaramótið í dansi sem verður í Prag í ár. Á sýningunni var hægt að sjá öll atriðin sem keppa ásamt flottum skemmtiatriðum.

Myndatökumaður Víkurfrétta tók upp nokkru brot úr sýningunni sem sjá má í meðfylgjandi myndskeiði úr Suðurnesjamagasíni Víkurfrétta í síðustu viku.