Fimmtudagur 24. nóvember 2022 kl. 19:30

Nýsköpun, gegnumlýstur farangur og kórsöngur í Suðurnesjamagasíni

Íslandshús ehf. er áhugavert nýsköpunarfyrirtæki á Ásbrú í Reykjanesbæ sem þróar og framleiðir forsteyptar einingar og stólpa. Sjónvarpsmenn Víkurfrétta tóku hús á fyrirtækinu og ræddu við feðgana Óskar og Brynjar um starfsemina.

Í Flugstöð Leifs Eiríkssonar er verið að setja upp nýtt gegnumlýsingarkerfi til að skoða farangur ferðafólks sem er á leið frá landinu. Fyrsta gegnumlýsingarvélin hefur verið tekin í notkun en frekari framkvæmdir eru framundan sem farþegar um flugstöðina verða varir við á nýju ári.

Þá endum við þáttinn á kórsöng en 80 ára afmæli Kórs Keflavíkurkirkju var fagnað um síðustu helgi.

Suðurnesjamagasín er á dagskrá Hringbrautar og vf.is öll fimmtudagskvöld kl. 19:30.