Ritstjórn
Ritstjórn skrifar
föstudaginn 1. janúar 2021 kl. 20:30

Nýárstónleikar 2021 úr kirkjum Suðurnesja

Nýárstónleikar 2021 úr kirkjum Suðurnesja er hátíðardagskrá sem verður sýnd á sjónvarpsstöðinni Hringbraut á laugardagskvöld kl. 20:00 í samstarfi við Víkurfréttir. Dagskránni verður streymt á fésbókarsíðu Víkurfrétta að kvöldi nýársdags kl. 20:30 og aðgengileg í spilaranum hér að ofan.

Flytjendur:
Alexandra Chernyshova - sópran
Jóhann Smári Sævarsson - bassi
Rúnar Þór Guðmundsson - tenór

Alexandra Chernyshova hefur einstaka rödd og útgeislun á sviði hvort hún fer með hlutverk Violettu Valery úr La Traviata eftir G.Verdi eða Álfadrottningu úr barnaóperunni Ævintýrið um norðurljósin. Hún hóf feril sinn á sviði sem einsöngvari i hjá Kiev Academical Musical Theater of Opera and Ballet. Alexandra söng með Kiev National Radio Orquestra, New York Contemporary Opera, auk þess sem hún hefur sungið sem einsöngvari með Óperu Skagafjarðar og flr. Alexandra hefur sungið víða um Ísland, Evrópu, New York og líka í Kína og Japan. Alexandra hefur gefið út þrjá einsöngsdiska „Alexandra soprano“ (2006), „Draumur“ með rómantískum lögum eftir Sergei Rachmaninov (2008) og „You and only you“ (2011). Árið 2014 Alexandra var valin í top 10 framúrskarandi unga Íslendinga fyrir framlag sitt til menningar á Íslandi. Árið 2019 fékk Alexandra viðurkenningu frá rússneska sendiráðinu fyrir menningarstarf sitt og menningarbrú á milli Íslands og Rússlands. Árið 2020 Alexandra hlaut menningarverðlaun Reykjanesbæjar fyrir framlag sitt til eflingar tónlistarlifs í Reykjanesbæ. Sömuleiðis árið 2020 Alexandra var meðal 10 bestu í alþjóðlegri söngkeppni World Folk Vision með frumsamið lag "Ave María" úr óperunni "Skáldið og Biskupsdóttirin" og 1.sæti í alþjóðalegri tónskáldakeppni Issaak Dunajevskiy í Moskvu fyrir tónsmíð sína 14 lög fyrir rödd og píanó úr íslensku óperunni "Skáldið og Biskupsdóttirin". Árið 2019 hlaut Alexandra 2. sæti í sömu tónskáldakeppni fyrir tónlistina í óperuballetinum “Ævintýrið um norðurljósin”.

Jóhann Smári Sævarsson stundaði framhaldsnám í söng við óperudeild Royal College of Music og Royal Academy of Music í London. Að námi loknu réði hann sig til Kölnaróperunnar í þrjú ár, og var síðan á föstum samningi við óperuna í Regensburg. Jóhann hefur sungið sem gestasöngvari við fjölda óperuhúsa í Evrópu. Hann hefur starfað með ýmsum frægum hljómsveitastjórum, m.a. Bernard Haitink, Kent Nagano, James Conlon og Gennadi Rozhdestvensky, og hljómsveitum á borð við London Philharmonic, BBC Concert Orchestra, Gurzenich Orchester og WDR útvarpshljómsveitina í Köln.Jóhann hefur sungið yfir 50 hlutverk á ferlinum, þar á meðal titilhlutverkið í Evgení Ónegin, Baron Ochs í Rósariddarunum, Filippo II í Don Carlo, Don Magnifico í Öskubusku, Sarastro í Töfraflautunni, Leporello í Don Giovanni, Rocco í Fidelio, Hollendinginn og Daland í Hollendingnum fljúgandi, titilhlutverkið í Gianni Schicchi, Tevje í Fiðlaranum á þakinu, Scarpia úr Tosca og titilhlutverkið í Mefistofele eftir Boito. Jóhann söng hlutverk Skugga í óperunni Hel efir Sigurð Sævarsson á Listahátíð 2009. Meðal verka á tónleikum hérlendis og erlendis eru Requiem Verdis, Requiem Mozarts, 9. sinfónía Beethovens, Sköpunin eftir Haydn og 8. sinfónía Mahlers, m.a. með Berlínarfólharmóníunni.

Rúnar Þór Guðmundsson byrjaði snemma að læra tónlist í Tónlistarskóla Keflavíkur og lærði meðal annars á trompet/althorn og gítar. Árið 1998 byrjaði Runar í Karlakór Keflavíkur samfara því hóf hann söngnám við Tónlistarskóla Reykjanesbæjar undir handleiðslu Sigurðar Sævarssonar. Árið 2001 hóf hann nám í Söngskóla Reykjavíkur undir handleiðslu Guðmundar Jónssonar og samfara því sótti hann einkatíma hjá Sigurði Demetz. Rúnar lauk burtfararpófi í söng árið 2008 með hæstu einkunn undir handleiðslu Guðbjörns Guðbjörnssonar. 2009- 2010 flutti Rúnar til Ítalíu þar sem hann tók einkatíma hjá Kristjáni Jóhannsyni. Rúnar Þór hefur tekið þátt í fjölda Masterclass með kennurum frá öllum heimshornum. Árið 2010 var Rúnar Þór í öðru sæti í alþjóðlegri söngvarakeppni í New York, USA. Á námstímanum á Íslandi söng Rúnar í Óperustúdíói Íslensku Óperunnar og kom fram á tónleikum á vegum íslensku Óperunnar. Rúnar flutt til Noregs í nokkur ár og tók þátt í fjölda verkefna þar en er núna kominn aftur til Íslands og þegar byrjarður að láta að sér kveða á söngsviðinu.
Tónleikarnir eru styrktar af; Uppbyggingarsjóði Suðurnesja, Menningarráði Reykjanesbæjar og HS veitum.

Þetta er hátíðardagskrá með fjölbreyttum lögum úr þekktum óperum og eru fyrir aðdáendur klassískrar tónlistar. Þeir sem vilja upplifa ógleymanlega alþjóðlega tónlistarveislu með frábærum flytjendum í byrjun árs endinlega stillið inn á Hringbraut eða útsendinguna á vf.is. Byrjum nýtt ár með fallegri tónlistardagskrá.