Föstudagur 20. maí 2022 kl. 19:52

Nú er tímapunkturinn til að huga að náttúruhamfaratryggingum

Hulda Ragnheiður Árnadóttir, forstjóri Náttúruhamfaratrygginga Íslands, sagði á íbúafundinum í Grindavík að nú væri tímapunkturinn sem hægt væri að gera ýmislegt til að huga betur að tryggingaverndinni. Náttúruhamfaratrygging Íslands tryggir landsmenn alla fyrir tjóni sem kann að verða m.a. vegna jarðskjálfta og eldgosa. Lausafé eins og t.d. innbú er hægt að tryggja fyrir jarðskjálftum og eldgosum en það gerist með því að verðmætin séu brunatryggð hjá almennum tryggingafélögum.

Í innslaginu í spilaranum hér að ofan útskýrir Hulda Ragnheiður vel hvernig náttúruhamfaratrygging virkar og vert að hverja fólk sem á fasteignir á svæðinu til að horfa á erindi Huldu og gera viðeigandi ráðstafanir ef þarf.