Mánudagur 16. mars 2020 kl. 18:45

Neyðarstjórn Reykjanesbæjar fundar daglega vegna COVID-19

Neyðarstjórn Reykjanesbæjar fundar daglega og fer yfir stöðina vegna heimsfaraldurs COVID-19.

Í neyðarstjórn eiga sætiu Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs, Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs, Regína Fanný Guðmundsdóttir fjármálastjóri, Þórdís Ósk Helgadóttir forstöðumaður Súlunnar, Halldór Karl Hermannsson hafnarstjóri, Guðrún Magnúsdóttir lýðheilsufulltrúi, Jóna Hrefna Bergsteinsdóttir forstöðumaður Þjónustu og þróunar, Kristinn Óskarsson mannauðsstjóri, Hilma H. Sigurðardóttir verkefnastjóri fjölmenningarmála, Theodór Kjartansson vinnuverndar- og öryggisfulltrúi og Halldóra G. Jónsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra.

Víkurfréttir ræddu við Kjartan Má Kjartansson bæjarstjóra eftir fund neyðarstjórnarinnar í dag. Viðtalið er í spilaranum hér að ofan.