Fimmtudagur 18. febrúar 2021 kl. 20:30

Mögnuð lífsreynslusaga Matta Óla í Suðurnesjamagasín

Marteinn Ólafsson eða Matti Óla er að gefa út nýja tónlist þann 20. febrúar nk. Þann sama dag eru liðin 30 ár frá björgunarafreki þar sem Matta og sjö skipsfélögum hans af Steindóri GK var bjargað úr sjávarháska undir Krýsuvíkurbjargi.

Í Suðurnesjamagasíni vikunnar segir Matti okkur stuttlega frá þessu björgunarafreki árið 1991 og öðru sjóslysi við Sandgerði árið 1987. Einnig fáum við tóndæmi frá Matta Óla af nýju plötunni.

Ítarlegra viðtal við Matta um líf hans og lífsháska verður birt í Suðurnesjamagasíni og Víkurfréttum innan skamms.

Nýr golfhermir í gamla aðalhliðinu á Ásbrú er vinsæll og við skoðum hann í þættinum í kvöld. Einnig kynnum við okkur nýjan frístundavef á Suðurnesjum.

Suðurnesjamagasín er á dagskrá vf.is og Hringbrautar öll fimmtudagskvöld kl. 20:30.