Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
fimmtudaginn 6. júní 2024 kl. 10:49

Minningarathöfn um drukknaða sjómenn

Minningarathöfn fór fram vestur af Garðskaga á föstudag, 31. maí, þar sem sjómanna sem hafa drukknað var minnst. Athöfnin fór fram um borð í safnskipinu Óðni. Upphaflega stóð til að hafa athöfnina vestur af Stafnesi en vegna sjólags var athöfnin haldin úti fyrir Garðskaga.

Í athöfninni var sjómanna minnst sem fórust í sjóslysum frá Reykjanesi að Stafnesi á árabilinu 1959 til 1962, auk þriggja sjómanna sem fórust út af Reykjanesi í sjóslysi 1992.

Nánar verður fjallað um minningarathöfnina í Suðurnesjamagasíni vikunnar og birt viðtöl sem tekin voru við forseta Íslands og skipherrann á Óðni.