Fimmtudagur 2. febrúar 2023 kl. 19:30

Matur, menning og atvinnulíf í Suðurnesjamagasíni

Það er heldur betur fjölbreyttur þáttur af Suðurnesjamagasíni í þessari viku. Þáttinn byrjum við á menningarlegum nótum og kíkjum á æfingu á Sálumessu Verdi en verkið verður sett upp í Reykjanesbæ nú í febrúar.

Frá Verdi förum við á Bryggjuna í Grindavík þar sem í boði er mögulega heimsins besta humarsúpa. Við ræðum við Hilmar veitingamann á Bryggjunni og þennan vinsæla áningarstað ferðamanna við Grindavíkurhöfn.

Frá Grindavík förum við til Reykjanesbæjar og kynnum okkur uppbyggingu í Hlíðarhverfi. Þar er búið að leggja drög að næstum 1000 íbúðum og verið að að byrja framkvæmdir við 120 barna leikskóla fyrir börn frá 12 mánaða aldri.

Suðurnesjamagasín er á dagskrá Hringbrautar og vf.is á fimmtudagskvöldum kl. 19:30.