Sunnudagur 5. maí 2019 kl. 10:55

Magnaðir blakarar fylltu Reykjanesbæ - video

Vel annað þúsund manns sóttu öldungamót í blaki í Reykjanesbæ sem bar heitið „Rokköld í Reykjanesbæ“. Öldungamót Blaksambands Íslands var haldið í fyrsta skiptið hér í bæ en það er eitt af stærstu íþróttamótum landsins ár hvert með um 1400 þátttakendur sem koma alls staðar að af landinu. Um 165 karla- og kvennalið mæta og er mótið fyrir 30 ára og eldri.
Sjónvarp Víkurfrétta tók púlsinn á stemmningunni í Reykjaneshöll og ræddi við keppendur og Öldung mótsins.

Myndasafn frá mótinu.