Fimmtudagur 23. janúar 2020 kl. 12:49

Magnaðar myndir frá Reykjanesi

Brimbrettakapparnir Elli Þór og Heiðar Logi fengu á dögunum til sín góða gesti í þeim tilgangi að eltast við öflugustu öldur landins. Um var að ræða kunna brimbrettamenn frá Ástralíu, Bandaríkjunum, Spáni og Írlandi en með í för var myndatökuteymi frá Red Bull orkudrykkjaframleiðandanum. Úr varð glæsilegt myndband þar sem Reykjanesið kemur talsvert við sögu. Red Bull heldur úti Youtube síðu þar sem milljónir manna hafa horft á myndbönd frá öllum heimshornum. Íslandsförina má skoða hér í meðfylgjandi myndbandi.