Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
föstudaginn 14. júlí 2023 kl. 14:16

Magnað myndskeið af gosinu við Litla-Hrút

Myndatökumaðurinn Jón Steinar Sæmundsson tók þetta magnaða myndskeið af gosinu við Litla-Hrút þann 12. júlí síðastliðinn.

Jón Steinar hefur verið iðinn við myndatökur af síðustu þremur eldgosum og hafa Víkurfréttir birt fjölmargar stórbrotnar myndir hans sem sýna eldsumbrotin og það magnaða sjónarspil sem þarna er í gangi.