Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
föstudaginn 30. desember 2022 kl. 14:26

Lognið á undan enn einum storminum?

Grindvíkingar hafa ekki varhluta af snjótíðinni að undanförnu og hafa gröfumenn og vörubílstjórar haft í nægu að snúast! Mörgum tonnum af snjó hefur verið sturtað í Grindavíkurhöfn. Menn eru samt búnir að ljúka leik að mestu í dag því von er á enn einu skotinu.

Óskar Guðlaugsson gröfumaður, hefur varla stigið út úr gröfunni.
„Það hefur verið mjög mikið að gera hjá okkur og er búið að kalla okkur út kl sex í fyrramálið. Ég myndi kanna vel ástand Grindavíkurvegar á morgun áður en ég myndi leggja í hann til eða frá Grindavík.“