Fimmtudagur 1. september 2022 kl. 19:30

Ljósanótt, Suðurnesjabæjardagar og Grænihryggur í Suðurnesjamagasíni vikunnar

Hópur kvenna frá Suðurnesjum gekk á Grænahrygg á dögunum. Víkurfréttir voru með í ferðinni sem gerð er skil í Suðurnesjamagasíni vikunnar.

Norðurbær og Suðurbær áttust við í knattspyrnu á Suðurnesjabæjardögum. Við kíktum á leikinn. Bjórmílan var einnig haldin í Garði á sama tíma og við vorum þar.

Nú stendur yfir Ljósanótt í Reykjanesbæ. Setning hátíðarinnar var í morgun og framundan er mikil hátíð. Allt um Ljósanótt í Suðurnesjamagasíni.

Suðurnesjamagasín er á Hringbraut og vf.is öll fimmtudagskvöld kl. 19:30.