Fimmtudagur 30. ágúst 2018 kl. 20:54

Ljósanæturþáttur Suðurnesjamagasíns

Ljósanæturþáttur Suðurnesjamagasíns er kominn á vefinn en þátturinn var sýndur á Hringbraut í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 20:00.
 
Í þættinum tökum við hús á Siggu Dögg kynfræðingi sem er með sýningu um nýja bók sem hún er að gefa út. Við fórum einnig á æfingu á Með diskóblik í auga og ræddum við Valdimar söngvara og Freydísi sviðsstjóra.
 
Í Stofunni í Bryggjuhúsi Duus safnahúsa er glæsileg sýning á Silver Cross barnavögnum. Við ræðum við höfund sýningarinnar, Thelmu Björgvinsdóttur. Þá kynnum við okkur aðalsýningu Litasafns Reykjanesbæjar, sem er ljósmyndasýningin Einn ár á Suðurnesjum.