Laugardagur 30. mars 2019 kl. 07:00

List án landamæra gefandi og skemmtilegt verkefni

Einstakir tónleikar fara fram í Hljómahöll í Reykjanesbæ næsta þriðjudag þegar blásið verður til Hljómlistar án landamæra í fjórða sinn. Þar leiða saman hesta sína fatlaðir og ófatlaðir tónlistarmenn.

Við kíktum á æfingu hjá Vox Felix og Gimsteinum og ræddum við stjórnendur þessa skemmtilega listaverkefnis.