Fimmtudagur 5. maí 2022 kl. 19:30

Lífið í Keili, fögnuður í Njarðvík og breytingar hjá HSS

Það er líflegur þáttur hjá Suðurnesjamagasíni í þessari viku. Við kíktum í 15 ára afmæli Keilis á Ásbrú á dögunum og kynnum okkur Háskólabrú og Menntaskólann Ásbrú.

Við fögnuðum einnig með Njarðvíkingum sem urðu Íslandsmeistarar í körfuknattleik kvenna á sunnudagskvöldið.

Þá tökum við hús á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, þar sem er verið að vinna að breytingum á húsakosti til að bæta þjónustu við Suðurnesjamenn.

Í lok þáttar heyrum við svo í börnum sem sungu hátt og snjallt þegar BAUN, barna- og ungmennahátíð var sett í Reykjanesbæ.

Suðurnesjamagasín er á dagskrá Hringbrautar öll fimmtudagskvöld kl. 19:30 en þáttinn má einnig nálgast á vf.is.