Föstudagur 20. maí 2022 kl. 17:14

Landrisið við Þorbjörn framhald af atburðum frá 2020

Halldór Geirsson, jarðeðlisfræðingur og dósent við Háskóla Íslands, fór á íbúafundi í Grindavík yfir jarðskorpuhreyfingar og hvernig þær tengjast þeim jarðskjálftum sem orðið hafa í og við Grindavík síðustu daga og vikur. Halldór sagði að á síðustu tveimur árum hefur mælakerfið á Reykjanesskaganum verið bætt mikið. Núna stendur yfir fjórða ristímabilið við Þorbjörn frá árinu 2020, en það ár komu þrjár rislotur við fjallið. Atburðirnir sem nú eru í gangi eru áþekkir því sem gerðist fyrir tveimur árum og er framhald af þeim atburðum.

Í spilaranum hér að ofan má sjá erindi Halldórs Geirssonar sem hann flutti á íbúafundinum.