Laugardagur 11. apríl 2020 kl. 13:06

Kríur og lambaleit í Suðurnesjamagasíni vikunnar

Við höldum áfram að fletta upp perlum úr safni Sjónvarps Víkurfrétta í Suðurneskamagasíni. Í þessari viku skoðum við innslag frá síðasta sumri sem fjallar um rannsóknir á kríu. Þá kíkjum við í lambaleit í fjárhúsum í Sandgerði og Keflavík. Þátturinn endar svo á lagi frá tónleikunum Alive, en tónleikarnir verða sýndir á Hringbraut og hér á vf.is á annan í páskum kl. 21:00.