Fimmtudagur 22. október 2020 kl. 20:25

Kraftmikið Suðurnesjamagasín - Skjálfti og framtíðarsýn

Það er kraftmikill þáttur af Suðurnesjamagasíni á dagskrá Víkurfrétta og Hringbrautar í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 20:30.

Við heimsóttum Sigríði Etnu til Grindavíkur. Hún er að gefa út nýja barnabók sem gerist í hrauninu við Grindavík. Í sögunni verður stór jarðskjálfti. Sjónvarpsmenn Víkurfrétta ræddu við höfundinn um bókina og skjálftann skömmu áður en stór jarðskjálfti reið svo yfir nú í vikunni.

Í þættinum heimsækjum við líka Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar þar sem horft er til framtíðar í uppbyggingu á nærsvæði Keflavíkurflugvallar. Allt um það í þætti vikunnar.

Við ljúkum svo þættinum með viðtali við Aron Friðrik Georgsson sem er kraftlyftingakappi af Suðurnesjum sem hefur sett upp æfingaaðstöðu í bílskúrnum hjá tengdó.