Miðvikudagur 3. mars 2021 kl. 10:21

Keilir í beinu streymi frá Reykjanesbæ

Víkurfréttir hafa sett upp vefmyndavél sem beint er að Keili og skjálfasvæðinu á Reykjanesi. Þegar þetta er skrifað er skyggni ekki gott á svæðinu en við betri veðurfarslegar aðstæður er útsýnið til Keilis eins og best verður á kosið þar sem myndavélin er staðsett.