Fimmtudagur 9. september 2021 kl. 19:30

Kahnin í sviðsljósinu í Suðurnesjamagasíni vikunnar

Guðmundur Jens Guðmundsson, tónlistarmaðurinn Kahnin, er í sviðsljósinu í Suðurnesjamagasíni vikunnar hjá okkur á Víkurfréttum. Kahnin er að gera flotta hluti í tónlistinni sem verður til í fiskvinnsluhúsi við Njarðvíkurhöfn.

Kahnin hélt myndarlega tónleika í gamla bænum í Keflavík um liðna helgi þar sem hann flutti allt sitt efni í samstarfi við landslið tónlistarmanna. Suðurnesjamagasín tók hús á tónlistarmanninum í vikunni og við tileinkum honum þennan þátt okkar.

Í blálokin sýnum við ykkur reyndar líka íbúa Reykjanesbæjar nr. 20.000. Flottur strákur þar á ferð.

Suðurnesjamagasín er á dagskrá Hringbrautar og vf.is á fimmtudagskvöldum kl. 19:30.