Fimmtudagur 8. mars 2018 kl. 20:00

Kaffitár og Burlesque í Suðurnesjamagasíni

- ásamt Nettómóti og safnara í Sandgerði

Það er fjölbreyttur þáttur framundan hjá Suðurnesjamagasíni Víkurfrétta. 
 
Við byrjum þáttinn í kaffi hjá Aðalheiði Héðinsdóttur kaffikonu hjá Kaffitári. Hún rekur kaffibrennslu í Reykjanesbæ og er með kaffihús og kruðirí á höfuðborgarsvæðinu. 
 
Eftir hlé kíkjum við svo á æfingu hjá hæfileikaríkum leikurum leikfélags Fjölbrautaskóla Suðurnesja sem ráðast aldrei á garðinn þar sem hann er lægstur. Nú er það söngeikurinn Burlesque. 
 
Þá heimsækjum við safnara í Sandgerði og fáum svipmyndir frá Nettómótinu í körfubolta þar sem næstum 1300 börn mættu til leiks. 
 
Suðurnesjamagasín er vikulegur þáttur Víkurfrétta á sjónvarpsstöðinni Hringbraut. Þátturinn er sendur út á fimmtudagskvöldum en er einnig aðgengilegur hér á vef Víkurfrétta.