Ritstjórn
Ritstjórn skrifar
fimmtudaginn 25. nóvember 2021 kl. 19:30

Júlíus Freyr og Súlan í Suðurnesjamagasíni

Júlíus Freyr Guðmundsson hlaut Súluna 2021, menningarverðlaun Reykjanesbæjar, fyrir framlag sitt til tónlistar og leiklistar í Reykjanesbæ. Verðlaunagripurinn er silfursúla eftir listakonuna Elísabetu Ásberg. Verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn í Duus Safnahúsum síðasta laugardag. Verðlaunin eru veitt þeim sem stutt hafa vel við menningarlíf sveitarfélagsins og var þetta í tuttugasta og fimmta sinn sem Súlan var afhent.

Júlíus Freyr er í ítarlegu viðtali í Suðurnesjamagasíni sem er á dagskrá Hringbrautar og vf.is á fimmtudagskvöld kl. 19:30.