Föstudagur 3. nóvember 2023 kl. 19:43

Jólasaga, bílasafn og uppbygging í Suðurnesjamagasíni vikunnar

Suðurnesjamagasín fer um víðan völl í þætti vikunnar. Leikfélag Keflavíkur er að setja staðfært jólaleikrit á svið. Við kíktum á æfingu og ræddum við leikara og leikstjóra.

Hermann Ólafsson á magnað fornbíla- og dráttarvélasafn í Grindavík. Okkar maður tók hús á Hemma og skoðaði safnið.

Þá kynnum við okkur uppbyggingu á svokölluðum Suðurbrautarreit á Ásbrú.