Laugardagur 19. nóvember 2022 kl. 12:38

Jólakransar Lionskvenna til styrktar líknarmála á Suðurnesjum

Kæru velunnarar!

Við erum að fara af stað með sölu á sælgætiskrönsunum okkar. Kransinn kostar 8000 kr. Allur ágóði af sölunni rennur til líknarmála á Suðurnesjum eins og verið hefur.

Lionskonur munu fara á milli fyrirtækja eins og verið hefur og bjóða kransa til sölu ein einnig er hægt að leggja inn pantanir í síma 895 1229 (Gunnþórunn) og 866 3799 (Margrét).

Með ósk um góðar móttökur og þökkum stuðninginn á liðnum árum.

Lionsklúbburinn Freyja

(áður Lionessuklúbbur Keflavíkur)