Laugardagur 22. maí 2021 kl. 16:48

Ingó syngur um Begga Reynis

Frambjóðendur í prófkjörum gera ýmislegt í baráttunni og sumir ganga lengra en aðrir. Stuðningsmönnum Guðbergs Reynissonar, Begga Reynis, þótti tilvalið að nota þekkt lag veðurguðsins og staðfæra það á frambjóðandann og sendibílstjórann. Beggi vonast til að lagið nái árangri á lagalistum útvarpsstöðvanna og hjálpi honum einnig í prófkjöri Sjálfstæðisflokkins um næstu helgi. Það á eftir að koma í ljós.