Fimmtudagur 10. febrúar 2022 kl. 19:30

Í Suðurnesjamagasíni vikunnar: Dóttirin bjargaði föður sínum, ungbarnasund og dagdvöl aldraðra

Það er áhugaverður þáttur af Suðurnesjamagasíni hjá Víkurfréttum í þessari viku.

„Hún gerir nú lítið úr þessu en viðbrögð hennar björguðu lífi mínu. Þrjú skyndihjálparnámskeið sem hún hafði sótt komu að góðum notum þegar hún þurfti að hnoða og bjarga kallinum,“ segir Albert Eðvaldsson, 57 ára fjölskyldufaðir úr Njarðvík en Elsa, tuttugu og eins árs dóttir hans, er talin eiga stærsta þátt í því að hann er enn meðal vor eftir að hafa farið í hjartastopp í lok ágúst í fyrra. Þetta afrek Elsu hefur heldur betur vakið athygli því hún er tilnefnd sem Skyndihjálparmaður ársins á Íslandi. Viðtalið er í Suðurnesjamagasíni.

Suðurnesjamagasín fer einnig á ungbarnasundnámskeið og ræðir við sundkennarann og foreldra með krílin sín á námskeiðinu. Þá skoðum við einnig nýja dagvöld aldraðra sem er að opna á gamla Garðvangi í Suðurnesjabæ.

Suðurnesjamagasín er á dagskrá Hringbrautar og vf.is kl. 19:30 á fimmtudagskvöldum.